DocumentsDate added
Heimildamynd eftir Ásdísi Thoroddsen
Segir frá fjórum mönnum sem taka sér það fyrir hendur að smíða bát eftir Staðarsektunni, sem fúnað hefur í grasi í Reykhólasveit. Samhliða því sem nýi báturinn tekur á sig mynd er sögð saga bátasmíða í Reykhóla sveit.
Myndinn er 12 min að lengd
Útgefandi er Gjóla Films Ehf
Höfundur: Júlíus Kemp
Reykjavík Whale Watching Massacre segir frá hópi erlendra ferðamanna sem fara í hvalaskoðun. Þegar bátur hópsins verður vélarvana kemur hvalveiðiskip nokkuð fyrst á vettvang, og eru áhafnarmeðlimir þess allt annað en hrifnir af ferðamönnum í hvalaskoðun. Leikarar: Halldóra Geirharðsdóttir, guðrún Gísladóttir, Helgi Björnsson, Ragnhildur Steinunn, Gunnar Hansen, Pihla Viitala, Nae, Terence Anderson, Miranda hennessy, Aymen Hamdouchi, Snorri Engilbertsson.
Frumsýnd 2. September 2009.
Höfundur: Óskar Jónasson.
Öryggisvörður og fyrrverandi sjómaður sem afplánað hefur fangelsisdóm fyrir áfengissmygl berst við að halda fjölskyldu sinni á floti. Honum býðst að fara einn vel launaðan síðasta túr á flutningaskipi milli Reykjavíkur og Rotterdam. Hann slær til, í þeirri von að koma sér á réttan kjöl en óvæntir atburðir setja strik í reikninginn. Spennumynd.
Leikarar: Baltasar Kormákur, Ingvar E. Sigurðsson, Þröstur Leó Gunnarsson, Ólafur Darri Ólafsson, Lilja Nótt. Frumsýnd 3. október 2008.
Höfundar: Lýður Árnason og Jóakim Reynisson.
Myndin fjallar um ungan útgerðarmann sem er að fara að gifta sig, en brúðurin hverfur á brúðkaupsnóttunni og ekkert finnst nema kjóllinn hennar í fjörunni. Meðal leikenda: Margrét Vilhjálmsdóttir, hinrik Ólafsson og Einar Oddur Kristjánsson. Frumsýnd 2001
Höfundur: Ágúst Guðmundsson
Myndin er byggð á sögu færeyska rithöfundarins William Heinesen, Það á að dansa, sem komið hefur út í íslenskri þýðingu Þorgeirs Þorgeirssonar. Leikarar: Gunnar Helgason, Baldur Trausti Hreinsson, Pálína Jónsdóttir, Dofri Hermannson, Gísli Halldósson, Kristina Sundar Hansen. Frumsýnd 25. september 1998
Höfundur: Kristín Jóhannesdóttir
Myndin gerist árið 1936 og fjallar um unga stelpu að nafni Hrefna sem byrjar að blanda saman fortíð og framtíð í ímyndunarafli sínu. Hún var frumsýnd í Háskólabíó 1992. Leikarar Tinna Gunnlaugsdóttir, Pierre Veck, Álfrún Örnólfsdóttir, Helgi skúlason, Sigríður Hagalín.
Höfundur: Friðrik Þór Friðriksson Myndin fjallar um tvo hvalveiðimenn sem lenda í óreiðu í Reykjavík eftir að bann var lagt á hvalveiði. Eggert Guðmundsson og Þórarinn Óskar Þórarinnson fóru með aðalhlutverkin. Frumsýnd 14. Febrúar 1987
Höfundur: Þráinn Bertelsson
Í aðalhlutverkum Eggert Þorleifsson og Karl Ágúst Úlfsson
Frumsýnd 30. september 1983
Leikstjórn. klipping og handritshöfundur Erlendur Sveinsson. Kvikmyndatökustjóri Sigurður Sverrir Pálsson. Tónlist eftir Jón Leifs, þjóðlög o.fl. Aðalleikandi Gunnar Leósson. 60 mín. Kvikmyndaverstöðin ehf. 1997.
Myndin fjallar um einn dag í lífi og starfi árabátasjómanna á vetrarvertíð fyrir tíma tæknialdar. Þessi eini dagur endurspeglar sjósókn Íslendinga í þau þúsund ár sem árabátaöld var við lýði á Íslandi. Gefin er innsýn í veröld og hugarheim sem íslensk menning er að stórum hluta sprottin upp úr, þar sem blandast saman náttúrutrú, kristindómur, hjátrú og stundum galdur.
Sjávarþorp - Ólafsvík, Þorsteinn Jónsson
Sjónvarpsmyndin Sjávarþorp gerði Þorsteinn Jónsson á árunum 1973-1974 í Ólafsvík. Myndir segir frá lífi og störfum fólks í sjávarplássi á áttunda áratug síðustu aldar.
Fiskur undir steini, Þorsteinn Jónsson
Sjónvarpsmyndin Fiskur undir steini var sýndi í Ríkissjónvarpinu árið 1974. Myndin fjallar um neyslu menningar í íslensku sjávarþorpi þar sem íbúarnir þorpsins vinna allan sólarhringinn og eiga því ekki kost á því að njóta menningar. Myndin vakti áköf skoðanaskipti þegar hún var sýnd og er trúlega enn ein umdeildasta mynd sem Sjónvarpið hefur sýnt. Handritshöfundar Þosteinn Jónsson og Ólafur Haukur Símonarson.
Hafið, Baltasar Kormákur
Kvikmyndin Hafið er frá 2002 og fjallar um mismunandi hugmyndir um meðferð kvótans innan fjölskyldu útgerðamannsins Þórðar sem i 50 ár hefur verið aðalatvinnurekandinn í plássinu. Hann kallar börn sín á fund og ætlar að leggja þeim línurnar um framtíð fyrirtækisins. Þá kemur í ljós að þau hafa aðrar hugmyndir um eigin framtíð og vilja helst selja kvótann hæstbjóðanda til að njóta ávaxtanna annars staðar. Að auki liggja í fortíðinni ýmis óleyst mál svo uppgjör er óumflýjanlegt með afleiðingum sem engan óraði fyrir. „...Gjafakvótinn....upphafið að efnahagshruninu." Segir leikstjórinn Baltasar Kormákur.
Ingaló, Ásdís Thoroddsen
Kvikmynidn Ingaló er raunsæisverk frá árinu 1993 eftir Ásdísi Thoroddsen. Myndin segir frá lífinu í litlu sjávarþorpi þar sem fiskurinn er allt. Ingaló er send suður í geðrannsókn eftir að lenda upp á kant við föður sinn og áhöfnina á Matthildi ÍS 167 en ræður sig á þann báð síðar ásamt bróður sínum. Í heimahöfn búa flesir úr áhöfninni í verbúð. Eftir villt partý í verbúðinni leggur Matthildur upp í örlagaríka sjóferð. Undiralda myndarinnar er gagnrýni á illan aðbúnað verkafólk í fiskiðnaði og úthlutunarreglur á kvóta.
Síðasti valsinn 1-3, Margrét Jónasdóttir og Magnús Viðar Sigurðsson
Myndin segir frá örlagaríkum átökum á myrkum og hættulegum fiskimiðum við Íslandsstrendur þar sem tvær þjóðir börðust fyrir lífsafkomu sinni. Í húfi var líf eða dauði heillrar atvinnugreinar sem fiskveiðisamfélög Breta og Íslendinga byggðu á. Þorskastríðin voru fyrsta alþjóðlega deila hins nýstofnaða lýðveldis á Íslandi og sýndu hversu lítil þjóð er megnug þegar stór mál eru í húfi. Þættirnir eru þrír. Hinir tveir fyrri rekja sögu veiða Beta við Ísland auk þess að lýsa baráttuaðferðum stríðsaðila. Sá þriðji leitast við að útskýra stjórnmáladeiluna.
Verstöðin Ísland 4 - Ár í útgerð, Erlendur Sveinsson
Lýst er einu ári í útgerð á Íslandi á tökutíma myndaflokksins og byggt á þeirri hugmynd að híð nána samspil útgerðar og fiskveiða.
Myndin hefst á vetrarvertíð og endar á jólum. Tvö skip, vertíðarbátur og togari af milliistærð, gerð út frá sömu vertíðarstöðinni, eru í aðalhlutverkum, ásamt útgerðamönnum þeirra og skipverjum. Báturinn er á netaveiðum á vetrarvertíðinni, trolli yfir sumartímann og á síldveiðum í nót um haustið. Togarinn er farinn að láta á sjá í byrjun myndar og er sendur í lengingu og viðhald til Póllands um sumarið. Að loknum breytingum hefur hann veiðar um haustið og siglir undir jól á með aflann á markað til Bremenhaven. Myndin endar á jólum þegar flotinn er í höfn og hugleidd er framtíð sjávarútvegs.
Verstöðin Ísland 3 - Baráttan um fiskinn, Erlendur Sveinsson
Þessi myndhluti spannar tímabilið frá 1950 til ársins 1989. Á þessum tíma leiða sveiflur í aflabrögðum til þæess að úthafsveiðar koma til sögunnar í vaxandi mæli. Þetta er tímabilið, þegar Íslendinagar sjá sig knúna til að verja auðlind sína og færa landhelgina út í áföngum úr 3. sjómílum árið 1952 í 200 sjómílur 1975 með tilheyrandi átökum við aðrar fiskveiðiþjóðir jafnframt því sem skuttogaravæðing á sér stað og eldgos brýst út í stærstu verstöð landsins. Auðlindin er ekki óþrjótandi og þar kemur að Íslendingar verða að takmarka eigin sókn með setningu kvótakerfis.Tilkoma stóru loðnuskipanna og vaxandi vinnslu um borð í frystiskipum markar lok þessa sögulega hluta Verstöðvar Íslands.
Verstöðin Ísland 2 - Bygging nýs Íslands, Erlendur Sveinsson
Í öðrum hluta Verstöðvarinnar er rakin þróunarsaga sjávarútvegsins á árunum 1920-1950. Á þeim tíma lagði sjávarútvegurinn grunn að þeirri gjörbreyttu samfélagsgerð á Íslandi sem tók við af gamla bændasamfélaginu. Fjallað er um hina miklu uppbygginu sem átti sér stað í útgerð og fiskvinnslu á þriðja áratugnum á sama tíma og miklir erfiðleikar á fiskmörkuðum steðjuðu að. Lýst er baráttunni sem háð var í sjávarútveginum á kreppuárunum eftir 1930 er síðar tók á sig nýja mynd við breyttar aðstæður í heimsstyrjöldinni síðari. Þessi myndhluti endar á endurreisnarátaki eftirstríðsáranna, sem kennt hefur verið við nýsköpun og svipast er um í þjóðfélaginu um 1950.
Verstöðin Ísland 1 - Frá árum til véla, Erlendur Sveinsson
Í fyrsta hluta myndaflokksins Verstöðn Ísland- Frá árum til véla, sem Erlendur Sveinsson stjórnaði og gerði handrit að, er gerð grein fyrir útgerðarháttum þjóðarinnar á árabátatímanum sem segja má að hafi staðið samfellt yfir frá landnámsöld og fram yfir aldamótin 1900. Eftir yfirlit yfir sjávarútvegssögu liðinna alda, er fjallað um þilskipaöldina og þær breytingar sem fylgdu komu þilskipanna. Greint er frá upphafi vélvæðingarinnar í sjávarútveginum upp úr síðustu aldamótum, fyrst í bátaútgerðinni en litlu síðar með tilkomu togaraútgerðarinnar. Leitast er viða ð lýsa áhrifum atvinnubyltingarinnar sem vélvæðingin hafði í för með sér á gamla bændasamfélagið um leið og sjávarútvegssagan er rakin til heimsstyrjaldarinnar fyrri sem markar ákveðin þáttaskil.