There are no translations available.
Tekið úr formála bókarinnar, Ströndin í náttúru Íslands eftir Guðmund Pál Ólafsson, fyrst gefin út árið 1995. Samantekt unnin með góðfúslegu leyfi höfundar.
„Við Íslandsstrendur leynast undur við hvert fótmál. Náttúra þeirra er eilíf uppspretta fróðleiks og listsköpunar. Þangað sækja menn sér bæði kraft og innblástur."
Segir svo í formála bókarinnar Ströndin í náttúru Íslands eftir Guðmund Pál Ólafsson sem gefin var út árið 1995 og er gimsteinn í hópi íslenskra fræðibóka hvar hægt er að finna fjölmargar ljósmyndir og upplýsingar um ströndina og mótun hennar; lífríki, veður, sjó og strauma, samvinnu, tengsl og samverkun náttúru og félagsgerðar mannsins.
Menningarauður og þekking sem skapast hefur á Íslandi við búsetu og störf við strönd og á sjó endurspeglar það líf sem formæður og -feður okkar stóðu frammi fyrir á tímum þar sem umhverfið og lífríkið var hin eina björg.
Hér er að finna ýmsan fróðleik sem viðkemur ströndum Íslands; greinar, myndir, og hvert það efni sem kennir okkur betur að læra um, þekkja og meta þann auð sem liggur allt í kringum eyjuna okkar í Atlantshafinu. Aðsent efni er afskaplega velkomið sem og allar þær hugmyndir sem notendur vefsins eru tilbúnir að deila með okkur. Við hvetjum ykkur að hafa samband við starfsfólk verkefnisins og má fá allar upplýsingar þar um hér.
|