DocumentsDate added
Silfur hafsins, Erlendur Sveinsson og Sig. Sverrir Pálsson
Heimildarkvikmyndin Silfur hafsins (1987) sem Lifandi myndir framleiddi fyrir Félög síldarsaltenda með stuðningi Síldarútvegsnefndar. Myndin rekur síldarsöguna frá fyrri öldum og upp að framleiðslutíma myndarinnar. Inn í þá sögu vefst síldarvertíðin sem í byrjun níunda áratugarins var nútíð en er nú, rúmum 20 árum síðar, veröld sem var. Í aðdraganda síldarvertíðarinnar er fylgst með gangi sölumála undir forystu Gunnars Flóvenz og því hvernig sölusamningar sem þá voru gerðir fyrirfram lögðu grunninn að vertíðinni og undirbúningi hennar. Myndin leitast við að varpa ljósi á mikilvægi þess að hafa gott skiplag á síldarframleiðslunni með hliðsjón af því hruni sem þessi atvinnugrein hafði margsinnis gengið í gegnum.
Lífið er saltfiskur, Erlendur Sveinsson
Myndaflokkurinn Lífið er saltfiskur (1984) var framleiddur fyrir SÍF af Lifandi myndum undir stjórn Erlendar Sveinssonar sem einnig skrifaði .handritið og klippti myndina. Tilefnið var 50 ára starfsemi Sölusambandsins. Flokkurinn var ráðgerður í þremur hlutum en einungis 1. og 3. hluti litu dagsins ljós.
Þriðji hlutinn, Baráttan um markaðina, fjallar um framleiðslu- og verslunarsögu íslenska saltfisksins frá árum heimsstyrjaldarinnar fyrri og fram á afmælisár SÍF 1982. Grunnhugmynd verksins er sú að sýna hvernig allt er öðru háð í heimi viðskiptanna og að kreppur koma og fara. Nú er þessi heimur með öllu horfinn og það síðasta sem fréttist af SÍF í kjölfar efnahagshrunsins 2008 er að fjórðungur félagsins sem nú heitir Alfesca er kominn í franska eigu.
Björgunarafrekið við Látrabjarg, Óskar Gíslason
Er sextíu ár gömul heimildamynd Óskars Gíslasonar, ljósmyndara og kvikmyndagerðamanns og segir frá frækilegri björgun heimamanna á Látrum og nágrenni, á breskum skipbrotsmönnum af togaranum Dhoon, 12. Des. 1947. Björgun skipsbrotsmannanna er talið einstakt björgunarafrek og það er einnig einstakt afrek að hafa komið þessum viðburði á filmu.