Verkefnið Sail Húsavík 2011 |
There are no translations available. Strandmenningarhátíðin Sail Húsavík 2011 er sú fyrsta sinnar tegundar á Íslandi og hófst undirbúningur fyrri hluta árs 2008. Hátíðin verður haldin í samvinnu við strandmenningar- og siglingasamtök á Norðurlöndum. Verndari hátíðarinnar er rithöfundurinn og siglingakappinn Arved Fuchs www.arved-fuchs.de. Sail Húsavík 2011 verður hátíð gamalla trébáta, tónlistar, handverks, matar, fræðslu, lista, funda og síðast en ekki síst tækifæri til að hitta sér líka. Vettvangur lærða og leikinna um strandmenningu að fornu og nýju. Upplýsingar er að finna á heimasíðu verkefnisins http://www.sail-north.net/ eða í kynningarbæklingi á pdf formi hér. |