Umhverfisráðherra opnar heimasíðu Fishernet |
There are no translations available. Í dag, fimmtudaginn 15. apríl 2010 opnaði Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra heimasíðu Fishernet formlega á veraldarvefnum. Heimasíðan www.fishernet.is hefur að geyma margvíslegan fróðleik um strand- og fiskveiðimenningu Íslands og er unnin af Stofnun Vilhjálms Stefánssonar. Af því tilefni var haldinn blaðamannafundur á Borgum, fundarsal á fjórðu hæð klukkan 10:30 þar sem starfsmenn stofnunarinnar kynntu vefinn og sögðu frá verkefninu og ráðstefnu því tengdu sem haldin verður í Ketilhúsinu 7. maí. Ráðherra opnaði síðan vefinn.
Sjónvarpsfrétt frá N4: opnun Fishernet vefsíðunnar 19. apríl 2010 |