Lærum um hafið! |
There are no translations available. Á heimasíðu Námsgagnastofnunnar er að finna bæði fróðlegt og skemmtilegt efni fyrir yngri kynslóðina sem fjallar um strönd og haf. Þeir sem eldri eru hafa þó ekki síður gaman af að skoða þetta efni. Fjaran og hafið: http://iis.nams.is/hafid hefur að geyma myndbönd sem hægt er að skoða á vefnum og á http://www.namsgagnastofnun.is/komdu/index.htm er að finna síðuna Komdu og skoðaðu, sem er með fjölbreyttu námsefni á vef með kennsluleiðbeiningum, leikjahugmyndum, gagnvirkum verkefnum, sögum og fleira. Efnið er einkum ætlað nemendum í 1.– 4. bekk og við gerð þess var tekið mið af áherslum í nýrri námskrá í náttúrufræði og samfélagsgreinum. Útgáfan á vefnum fylgir hverri nemendabók. |