DocumentsDate added
Höfundur: Geir Vídalín (1761-1823) Samið fyrir skólapilta Reykjavíkurskóla um 1790
Brandur eða Bjarglaunin, eins og verkið hét upphaflega, eftir Geir Vídalín er fyrsta leikritið á íslensku sem lýsir sambýli Íslendinga við hafið. Leikritið er jafnframt það fyrsta sem er alvarlegs eðlis og eitt elsta leikritið sem varðveist hefur. Geir Vídalín mun hafa samið verkið um 1790, hugsanlega fyrir skólapilta, en skólinn var þá fluttur frá Skálholti á Hólavelli. Geir kom heim frá námi árið 1789 og varð dómkirkjuprestur 1791.
Höfundur: Indriði Einarsson
Leikstjórn: Jens B.Waage
Frumsýning: 13. febrúar 1903 hjá Leikfélagi Reykjavíkur sem sýndi verkið 9 sinnum
Skipið sekkur var fyrsta leikritið sem Leikfélag Reykjavíkur tók til sýninga. Leikritið gekk enn fyrir fullu húsi þegar mikið sjóslys varð á Faxaflóa og var þá sýningum hætt, þar sem ekki þótti viðeigandi að halda þeim áfram. Í leikritinu var í fyrsta sinn frumsamin íslensk tónlist fyrir leikfélagið en uppfrá því varð leiksviðið einn helsti vettvangur íslenskra tónskálda.
Höfundur: Loftur Guðmundsson
Leikstjórn: Indriði Waage
Frumsýning: 1. október 1939 hjá Leikfélagi Reykjavíkur.
Fjöldi sýninga 15
Leikritið Brimhljóð hefst í íslenskri verbúð, efniviðurinn þjóðinni langkunnur, enda átti leikritið eftir að rata á leikhúsfjalir víða um land, m.a. hjá Leikfélagi Akureyrar og á heimaslóðum höfundar, Vestmannaeyjum. Loftur Guðmundsson kom síðar mikið við leiklistarsögu þjóðarinnar og skrifaði bæði fyrir svið og útvarp auk þess að vera leiklistargagnrýnandi hjá Alþýðublaðinu.
Höfundur: Jakob Jónsson frá Hrauni
Leikstjórn: Indriði Waage
Frumsýning: 22.nóvember 1940 hjá Leikfélagi Reykjavíkur sem sýndi verkið 6 sinnum.
Öldur var fyrsta leikritið eftir séra Jakob Jónsson sem sýnt var hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Áður hafði leikritið verið sýnt í Íslendingabyggðum í Kanada, þar sem Jakob þjónaði um tíma. Leikritið fjallar um björgun úr sjávarháska. Séra Jakob Jónsson var mikilvirkt skáld og var faðir tveggja þekktra skálda, Jökuls og Svövu og í þriðju kynslóð eru einnig þekkt skáld og rithöfundar.
Höfundur: N.N
Leikstjórn: Haraldur Björnsson
Frumsýning: 7. apríl 1949 hjá Leikfélagi Reykjavíkur sem sýndi verkið 5 sinnum.
Enn er ekki opinbert hver höfundur Draugaskipsins er. Á skipsfjöl hittist fjöldi fólks sem er í sálarkreppu, en brátt kemur í ljós að þau vandamál leysast á nanna hátt: skipið virðist nefnilega vera á leið út úr þessum venjulega jarðbundna heimi.
Höfundur: Agnar Þórðarson
Leikstjórn: Haraldur Björnsson
Frumsýning: 8. janúar 1955 hjá Þjóðleikhúsinu sem sýndi verkið 8 sinnum.
Þeir koma í haust var fyrsta verk Agnars Þóðarsonar sem birtist á sviði. Leikritið fjallar um síðustu ár norrænnar byggðar á Grænlandi og í verkinu kemur Agnar með sínar getgátur um af hverju byggð lagðist af. Agnar Þórðarson varð síðar afkastamikill leikritahöfundur, bæði fyrir svið og útvarp.
Höfundur: Jökull Jakobsson
Leikstjórn: Gísli Halldórsson
Frumsýning 11. nóvember 1962 hjá Leikfélagi Reykjavíkur sem sýndi verkið 205 sinnum í þessari fyrstu uppsetningu.
Hart í bak eftir Jökul Jakobsson sló rækilega í gegn og er eitthvert vinsælasta leikrit Íslendinga fyrr og síðar. Leikritið gekk í þrjú ár í fyrstu lotu og m.a. fór Leikfélag Reykjavíkur með það í leikför til Færeyja. Leikfélagið setti leikritið aftur upp og Þjóðleikhúsið setti það upp 2009 og var sú sýning send út í sjónvarpi.
Höfundar: Jónas og Jón Múli Árnasynir
Leikstjórn: Baldvin Halldórsson
Frumsýning: 20 apríl 1965 hjá Þjóðleikhúsinu sem sýndi verkið 55 sinnum
Í Járnhausnum syngja sjómenn og landkrabbar fjölda laga sem enn lifa á hvers manns vörum. Bræðurnir Jónas og Jón Múli Árnasynir brutu blað í leiklistarsögu þjóðarinnar með því að skapa fyrsta eiginlega íslenska söngleikinn, Deleríum búbónis, í kjölfarið fylgdu fleiri sem allir hafa notið mikilla vinsælda.
Höfundur: Jökull Jakobsson
Leikstjórn: Sveinn Einarsson
Frumsýning: 26.október 1965 hjá Leikfélagi Reykjavíkur sem sýndi leikritið 40 sinnum.
Sjóleiðin til Bagdad gerist í landi, en aðalpersónan er sjómaður með pokann sinn. Líkt og Hart i bak höfðaði þetta verk Jökuls Jakobssonar rækilega í gegn og hefur síðan verið sýnt víða um land.
Höfundur: Matthías Johannessen
Leikstjórn: Benedikt Árnason
Frumsýning: 8. Janúar 1967 í Þjóðleikhúsinu sem sýndi verkið 20 sinnum. Einn af leikendum í einþáttungnum Jón gamli var Lárus Pálsson sem þarna lék eitt af sínum síðustu hlutverkum. Leikritið var tekið upp fyrir sjónvarp og var fyrsta íslenska leikverkið sem birtist áhorfendum á sjónvarpsskjánum.
Höfundur: Jónas Árnason °
Leikstjórn: Helgi Skúlason
Frumsýning: 29.desember 1967 hjá Leikfélagi Reykjavíkur sem sýndi verkið 53. sinnum.
Einþáttungurinn Drottins dýrðar koppalogn gerist í friðsælu sjávarplássi þar sem tundurdufl hefur rekið á land og hreppsnefndin skýtur á fundi á sjávarkambinum til að bregðast við þessum óboðna gesti.
Höfundur: Jónas Árnason
Leikstjórn:Jón Sigurbjörnsson
Frumsýning 22.febrúar 1970 hjá Leikfélagi Reykjavíkur sem sýndi verkið 45 sinnum.
Jörundur hundadagakonungur er á meðal vinsælli viðfangsefna hjá íslenskum skáldum og rithöfunum. Fimm íslensk leikskáld hafa skrifað um Jörgen, sem hafði viðdvöl eitt sumar á landinu bláa. Indriði Einarsson skrifaði leikritið, Síðasti víkingurinn árið 1936, síðan komu Agnar Þórðarson, Gunnar M. Magnús og Ragnar Arnalds. Þið munið hann Jörund, eftir Jónas Árnason hefur þó notið mestra hylli og verið sett upp hjá áhugafélögum víða um land.
Höfundur: Oddur Björnsson
Leikstjórn: Þórhallur Sigurðsson
Tónlist: Hróðmar I. Sigurbjörnsson og Hilmar Oddsson
Frumsýning: 13. Febrúar 1979 og verkið sýnt 32. sinnum.
Barnaleikritið Krukkuborg gerist á hafsbotni þar sem sögumaður kynnist ýmsum kynjaskepnum.
Höfundur: Halldór Laxness
Leikgerð: Stefán Baldursson og Þorsteinn Gunnarsson
Leikstjórn: Stefán Baldursson
Frumsýning: 28. janúar 1982 hjá Leikfélagi Reykjavíkur sem sýndi verkið 37 sinnum.
Nómbelsskáldið Halldór Laxness skrifaði mörg veka sinna um sjávarpláss. Salka Valka er eitt þeirra og Salka Valka er einna vinsælust bóka skáldsins þegar komið er út fyrir landsteinana. Leikgerðina að Sölku Völku sem sýnd var hjá Leikfélagi Reykjavíkur gerðu þeir Stefán Baldursson og Þorsteinn Gunnarsson, seinna gerði Hilmar Jónsson aðra útgáfu fyrir Hafnarfjarðarleikhúsið. Leikfélag Reykjvavíkur fór með sýninguna til Sofiu í Búlagríu á hátíðina hjá Leikhúsi þjóðanna. Búlgarar hafa gefið út fyrrihluta bókarinnar sem barnabók. Svíar gerðu kvikmynd eftir sögunni árið 1954. Finninn Marjo Kuusela gerði dansverk eftir sögunni fyrir Raatikko dansflokkinn. Auður Bjarnadóttir samdi ballett sem sótti efni í þessa þekktu skáldsögu.
Höfundur: Valgarður Egilsson/Svanhildur Jóhannesdóttir(leikgerð)
Leikstjórn: Svanhildur Jóhannesdóttir
Frumsýning: 28. September 1985 hjá Alþýðuleikhúsinu sem sýndi 7 sinnum.
Leiksýningin Ferjuþulurnar eru byggð á 19 rímnaþulum um siglingu ferjunnar Akraborgar á milli Reykjavíkur og Akraness.
Höfundur: Iðunn og Kristín Steinsdætur
Leikstjórn: Þórunn Sigurðardóttir
Frumsýning: 10.janúar 1988 hjá Leikfélagi Reykjavíkur sem sýndi verkið 65 sinnum.
Systurnar Iðunn og Kristín Steinsdætur leituðu í brunn minninga frá uppvaxtarárum á Seyðisfirði við gerð Síldarinnar. Leikritið var sýnt í vöruskemmum Bæjarútgerðar Reykjavíkur á Bráðræðisholtinu og samdi Valgeri Guðjónsson tónlistina.
Höfundur: Kjartan Ragnarsson
Leikstjórn: Kjartan Ragnarsson
Frumsýning 7. apríl 1991 hjá Nemandaleikhúsi Leiklistarskóla Íslands í samvinnu við Leikfélag Reykjavíkur. Sýningar urðu 12 talsins.
Dampskipið Ísland erftir Kjartan Ragnarsson var nemendasýning Leiklistarskóla Íslands vorið 1991. Unninn í samvinnu við Borgarleikhúsið og sýnd í Borgarleikhúsinu.
Höfundur: Ólafur Haukur Símonarson
Leikstjórn: Þórhallur Sigurðsson
Sýnt í Þjóðleikhúsinu leikárið 1992-1993 og urðu sýningar 50 talsins.
Ólafur Haukur Símonarson skrifaði Hafið fyrir Þjóðleikhúsið en síðar gerði Baltasar Kormákur kvikmynd um þetta sjávarpláss og útgerðafjölskylduna.
Höfundur:Ragnar Arnalds
Leikstjórn:Brynja Benediktsdóttir
Frumsýning: 17. mars 2000 í Þjóðleikhúsinu sem sýndi verkið 19 sinnum.
Svipmyndir úr lífi sjómanns eftir Ragnar Arnalds sem áður hafði átt nokkur verk á sviði.
Höfundur: Auður Bjarnadóttir
Tónlist: Úlfar Ingi Haraldsson
Flutt af Íslenska dansflokknum á Listahátíð 2002
Verkið er byggt á skáldsögu Halldórs Laxness um Sölku Völku. En eftir bókinni hafa verið unnin leikrit, kvikmynd og dans, bæði á Íslandi og erlendis.