Selabytta var tegund báts sem smíðaður var við utanverðan Eyjafjörð og aðallega nýttur til selveiða, fuglaveiða og hnísuveiða. Haukur Haraldsson á Dalvík skrifar hér um selabyttuna.
Bls.: 1, 2, 3, 4, 5. |
|
Sumarið 2011 tók Vilhjálmur Hjálmarsson, fyrrum bóndi og alþingismaður saman fróðleik um bátaeign í Mjóafirði fyrir Fishernet/Trossuna. Afrakstur Vilhjálms má sjá með því að smellja á tengilinn hér fyrir neðan.
Bátar frá Mjóafirði |
Ísafjörður um aldamót. Sjávarútvegur í deiglunni |
BA ritgerð Björns Ásgeirs Björnssonar frá árinu 1997 fjallar um sjávarútveg og mannlíf á Ísafirði um aldamótin. Ræðir hann um íslenskt samfélag og breytingar á atvinnuháttum við lok 19. aldar og á öndverðri 20. öld. Einnig fjallar hann um aukin umsvif og mikilvægi sjávarútvegarins í annars stöðnuðu landbúnaðarsamfélagi, og vélvæðingu báta sem gjörbreytti bæði útgerðinni og samfélaginu öllu.
Ísafjörður um aldamót. Sjávarútvegur í deiglunni |
Óðinn Haraldsson fjallar í BA ritgerð sinni frá árinu 1995 um vélvæðingu íslenska bátaflotans í samhengi við það sem var að gerast út í Evrópu þar sem framfarir í járn- og stáliðnaði sem og lækkandi stálverð leiddu til aukinnar vélsmíði og nýjunga ýmis konar. Óðinn fjallar hér um vélvæðingu bátaflotans í Danmörku, Noregi og Færeyjum með það að markmiði að sýna fram á að vélvæðing á Íslandi var samstíga því sem gerðist annars staðar. Einnig skoðar hann vélvæðingu íslenska bátaflotans og samhengið á milli fjölgunar í flotanum og aukins afla. Markmið Óðins var að sýna með óyggjandi hætti að vélbátaútvegurinn var ekki síður mikilvægur fyrir iðnbyltinguna á Íslandi en togarar, og jafnvel mikilvægari.
Vélvæðing bátaflotans |
Frá árum til véla. Forsendur og upphaf vélbátaútgerðar |
BA ritgerð í sagnfræði sem Jón Ólafur Ísberg skrifaði árið 1988 um forsendur og upphaf vélbátaútgerðar. Lýsir hann þeim breytingum sem urðu á sjávarútvegi landsmanna síðustu áratugi 19. aldar og við upphaf 20. aldar, með útgerð árabátanna sem þungamiðju. Jón Ólafur spyr hér hverjar forsendur vélvæðingar voru, hvað gerði hana mögulega og nauðsynlega. Ennfremur veltir hann því fyrir sér hvenær vélvæðingin hófst, hverjir stóðu að henni, hvaðan fjármagnið kom og hvað menn græddu á fyrirtækinu.
Frá árum til véla. Forsendur og upphaf vélbátaútgerðar |
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 1 2 Næsta > Síðasta >>
|
Síða 1 af 2 |