Skálar á Langanesi - þorp sem einu sinni var |
Í þorpinu á Skálum á Langanesi er að finna minjar um líf sem einu sinni var. Hér stóð blómlegt þorp þar sem íbúarnir byggðu afkomu sína á útgerð. Breyttar aðstæður í útgerð og samgöngum, tundurduflasprengingar og ýmislegt fleira varð til þess að á sjötta áratug tuttugustu aldar lagðist byggðin hér af.
Inn í sögu þorpsins fléttast áhrif hlunninda á búsetu, síðari heimsstyrjöldin, breytingar á samgöngum, örlög einstakra fjölskyldna og margt fleira.
Bæklinginn má kaupa í upplýsingamiðstöð á Þórshöfn. Skýrslu um þorpið má hinsvegar finna hér. |
|
Áður en frystihúsin komu til sögunnar var oft miklum erfiðleikum bundið að afla nægilegrar beitu til þorskveiða og reknetaveiði þekktist ekki fyrr en eftir aldamót. Þekking og reynsla við reknetaveiðar var einnig lítil á þessum tíma og útbúnaður lélegur. Í endurminningum Ingvars Pálmasonar alþingismanns er að finna greinagóða lýsingu á beituöflun á Norðfirði og byggingu fyrstu frystihúsa á Austfjörðum.
Birt með leyfi Ingvars Níelssonar, barnabarns Ingvars Pálmasonar, alþingismanns.
|
Tvær norðfirzkar myndir nefnist grein eftir Þorstein Víglundsson og birtist í blaðinu Bliki árið 1969. |
Bryggjurnar á Neskaupstað |
Í blaðinu Bliki árið 1973 birtist grein um bryggjurnar í Neskaupsstað sem Þorsteinn Víglundsson tók saman og heitir Bryggjurnar á Neskaupstað.
|
Dagbókarbrot frá búskap í Papey |
Í Héraðsskjalasafni Austfirðinga er varðveitt dagbók Ara Brynjólfssonar, síðar bónda á Þverhamri, frá búskap hans í Papey. Ari keypti Papey árið 1882 af hjónunum Rósu Snorradóttur og Jóni Þorvarðarsyni sem fluttu það ár til Vesturheims en kona Ara, Ingibjörg Högnadóttir, var fósturdóttir þeirra hjóna.
|
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 1 2 3 4 5 Næsta > Síðasta >>
|
Síða 1 af 5 |