Útgerð í Vestmannaeyjum á árunum 1899-1913 |
BA ritgerð Óðins Haraldssonar frá árinu 1995 fjallar um útgerð og aflabrögð í Vestmannaeyjum á árabilinu 1899-1913. Fjallað er um þróun útgerðarinnar frá því að hún samanstóð af árabátum og til þess tíma að hún vélvæddist. Einnig er vikið að upphaflegu fjármagni í vélbátaútveginum og leitað svara við því hvort kenningar Gerschenkrons um upprunalegt fjármagn passa við útgerðarsögu Vestmannaeyja. Þá er fjallað um aflabrögð og muninn á afkastagetu vél- og árabáta og hvaða áhrif aukinn afli hafði á þróun íbúafjölda í Vestmannaeyjum. Að lokum er skoðað hvaða þýðingu vélbátaflotinn hafði fyrir efnahag Vestmannaeyja.
Útgerð í Vestmannaeyjum á árunum 1899-1913 |
|
Hvanneyrarhreppur 1900-1910 með sérstöku tilliti til síldveiða Norðmanna frá Siglufirði og áhrifa þeirra á hag hreppsfélagsins |
Gunnar Rafn Sigurbjörnsson ræðir í ritgerð sinni um áhrif síldveiða og síldarsöltunar Norðmanna frá og á Siglufirði á vöxt og viðgang Hvanneyrarhrepps fram til ársins 1910. Yfirbragð þessa afskekkta hreppsfélags gjörbreyttist á aðeins fáum árum og grundvöllurinn að einhverjum arðbærasta iðnaði Íslendinga, síldariðnaðinum, var lagður. Atvinnumálum og efnahagslífi hreppsins var umbylt og byggðist sú þróun eingöngu á erlendu framtaki og er að því leyti sérstæð.
Hvanneyrarhreppur 1900-1910 með sérstöku tilliti til síldveiða Norðmanna frá Siglufirði og áhrifa þeirra á hag hreppsfélagsins |
Af ósýnilegum mönnum: sjómenn í bókmenntum |
Rúnar Helgi Vignisson tók saman árið 2006 fyrir sjávarútvegsráðuneytið og talar um sjómenn í íslenskum bókmenntum, hlutverk og birtingarmyndir; að það megi segja að „í menningarlegum skilningi sé sjómaðurinn í þessu landi okkar, sem byggir að verulegu leyti á sjósókn, ekki annað en tilbúin ímynd, eins konar skáldskapur, sem þó kallast á við veruleikann á vissan hátt og er afrakstur hans." Um fjarveruna, bæði í veruleika og í bókmenntunum; til eru ýmsir sagnaþættir en lítið um skáldverk sem eiga sér stað úti á sjó. Fjallað er um ýmis verk, svo sem Þrautgóðir á raunastund eftir Steinar J. Lúðvíksson; Hafborgu eftir Njörð P. Njarðvík; og Með mannabein í maganum eftir Baldur Gunnarsson.
Af ósýnilegum mönnum: sjómenn í bókmenntum |
Coping with social capital? The cultural economy of tourism in the north |
Grein eftir Gunnar Þór Jóhannesson, Unni Dís Skaptadóttur og Karl Benediktsson sem birtist í tímaritinu Sociologia Ruralis árið 2003. Fjallað er um aðlögunarhæfni jaðarsamfélaga í ljósi nútímavæðingar. Skoðuð eru hugtök er varða leiðir til bjargráða og nytsemi þeirra í því að öðlast betri skilning á tengslum menningar og efnahags í ferðamannaiðnaði jaðarsamfélaga á norðlægum slóðum. Byggt er á vettvangsrannsóknum á Ísafirði og í Öræfum, hvorutveggja svæði sem hafa þurft að takast á við og laga sig að breyttum aðstæðum sem að hluta má rekja til hnattvæðingar, en einnig til breyttrar stefnumörkunar í efnahagsmálum.
Coping with social capital? The cultural economy of tourism in the north |
Social changes and culture in Icelandic coastal villages |
Grein eftir Unni Dís Skaptadóttur sem birtist í tímaritinu Arctic-Antarctic: International Journal of of Circumpolar Sociocultural Issues árið 2007. Strandsamfélög á Íslandi hafa gengið í gegnum miklar breytingar og hafa á síðustu tveimur áratugum mjög mótast af endurskipulagningu sjávarútvegsins, nýjum efnahagslegum sprotum svo sem ferðaþjónustu, og aukningu á erlendu vinnuafli. Unnur skoðar hér m.a. félagslegar og hagrænar breytingar á strandsvæðum og byggir þar á vettvangsrannsóknum í sjávarútvegssamfélögum á norðaustanverðu Íslandi. Rætt er um breytta upplifun íbúanna af staðbundinni menningu og hvernig menning hefur í auknum mæli verið notuð til lýsingar á sameiginlegum eiginleikum og fjölbreytileika meðal mismunandi samfélaga; hvernig talað er um menningu og hún sýnd ferðamönnum og hvernig hugmyndir um staðbundna menningu svara tiltölulega nýsprottnu hugtaki um fjölmenningu.
Social changes and culture in Icelandic coastal villages |
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 1 2 3 4 5 Næsta > Síðasta >>
|
Síða 4 af 5 |