Hann hlustar eftir sjávarhljóði, veður svo út í sjóinn og stendur þar nokkra stund, kemur svo í land og segir hásetum sínum: „Ég ræ ekki í dag það eru þung sog í sjónum.“ Þeir sem reru þennan dag náðu fáir heimalendingu. Norðan stórviðri rann fljótlega á (ÞÞ 7469, Snæf.).
Fyrr á öldum hafði fólk ekki Veðurstofu Íslands til að segja til um veður frá degi til dags, heldur þuftu menn að lesa náttúruna og hlusta eftir einkennum hennar. Eiríkur Valdimarsson nemandi við Háskóla Íslands hélt erindið Gáð til veðurs á ráðstefnu í október 2010.
Gáð til veðurs |
|
Hvalur klukkan þrjú!!! Gleði og vonbrigði í íslenskri hvalaskoðun |
Elva Guðmundsdóttir er í ritgerð sinni frá árinu 2001 með mannfræðilega umfjöllun um fólk sem vinnur við hvalaskoðun. Fjallar hún um hvernig það upplifir sig við vinnu sína, hvernig það sér sjálft sig og hvernig það upplifir þau átök sem hafa verið um hvali hér á landi. Einnig fjallar hún almennt um upplifun Íslendinga af umhverfi sínu, viðhorfi þeirra til dýra og hvernig þetta allt endurspeglast í hvalveiðideilunni. Niðurstöður rannsóknarinnar eru að tengsl fólksins við náttúruna séu mikilvæg í starfi þess. Einnig að þessi tengsl erru mikilvægur hluti af sjálfsmynd fólksins og á það sérstaklega við um hvernig fólkið sér tengsl sín við sjóinn. Einnig eru niðurstöður rannsóknarinnar þær að tilfinningar séu drifkraftur hvaladeilunnar, þó að andstæðar fylkingar þrættu fyrir það.
Hvalur klukkan þrjú!!! Gleði og vonbrigði í íslenskri hvalaskoðun |
Menningararfurinn til atvinnuuppbyggingar. Reykjanes og Reykjanesviti |
Agnes Stefánsdóttir hjá Fornleifavernd ríkisins hélt þennan fyrirlestur á fræðslukvöldi Vitafélagsins í febrúar 2010. Hún fjallaði þar um nýtingu menningarminja til atvinnuuppbyggingar og minjar á Reykjanesi, sérstaklega með tilliti til ferðaþjónustu og annarrar atvinnustarfsemi. Tekin eru dæmi um minjar á afmörkuðu svæði á Reykjanesi og þau tengd náttúru- og menningarminjum sem ferðamenn þekkja nú þegar á svæðinu.
Menningararfurinn til atvinnuuppbyggingar. Reykjanes og Reykjanesviti |
Of seals and souls: changes in the positions of seals in the world view of Icelandic small-scale fishermen |
Níels Einarsson mannfræðingur fjallar hér um viðhorfsbreytingar til sela meðal íslenskra fiskimanna. Greinin byggir á vettvangsrannsókn sem fram fór í sjávarþorpi á austurströnd Íslands, en einnig á eigin reynslu höfundar við fiskveiðar. Færð eru rök fyrir því að til að skilja breytingar á staðbundinni menningu og viðhorfum sé nauðsynlegt að skoða slíkar breytingar sem afurð samspils utanaðkomandi orsakavalda á borð við starfsemi alþjóðlegra umhverfisverndarhópa og félagslegs veruleika þeirra samfélaga sem hafa sitt lifibrauð af nýtinga þeirra auðlinda sem deilt er um. Utanaðkomandi hvati breytinga er í þessu tilfelli barátta umhverfis- og dýraverndunarsinna gegn veiðum á sjávarspendýrum. Greinin kom út árið 1990 í Maritime Anthropological Studies 3 (2), bls. 35-48.
Myndin er tekin af heimasíðu Selasetursins á Hvammstanga, www.selasetur.is, og birt með góðfúslegu leyfi þeirra.
Of seals and souls: changes in the positions of seals in the world view of Ielandic small-scale fishermen
|
|
|
|
|