Í blaðinu Bliki árið 1971 birtist grein skrifuð af Guðna J. Johnsen á fyrri hluta nitjándu aldar og fjallar greinin um nauðsyn þess að þjóðin eignist björgunar- og varðskip. Þar segir m.a. „Einhverntíma hættir stríðið, vonum vér (Því lauk haustið 1918) og væri það vel, ef við hefðum eitthvað gert í þá átt að tryggja okkur björgunarbát, sem jafnframt gæti varið fiskimiðin fyrir ágengni útlendra fiskiskipa. Menn munu ekki reka í augun það, að hér er ekki gert ráð fyrir sérstakri sumarvinnu skipsins. Ástæðan er sú, að nægilegt er fyrir skip að gera á sumrum við síldveiðar, flutninga o.fl. Hins vegar gæti svo farið, að nægilegt yrði handa skipinu að gera hérna, ef menn kæmust almennt á það lag að stunda sjóinn jafnt sumar sem vetur."
Björgunar- og varðskip |