|
Íslenska vitafélagið - Spegill fortíðar - silfur framtíðar |
Íslenska vitafélagið – félag um íslenska strandmenningu hélt málþing undir heitinu Spegill fortíðar – silfur framatíðar í Saltfisksetrinu í Grindavík laugardaginn 26. mars 2011. Þar flutti Jón Þ. Þór, sagnfræðingur erindi sem hann nefndi: Bardagi á Básendum og stríð í Grindavík.
Bardagi á Básendum og stríðið í Grindavík
|
|
Í blaðinu Bliki frá 1969 skrifar Þorsteinn Þ. Víglundsson „Af langri reynzlu veit ég, að margir lesendur Bliks hafa ánægju af að lesa og hugleiða með mér ýmis atriði sögulegs efnis. Nú langar mig til að hugleiða með lesendum Bliks ýmsa kafla úr sögu íslenzka sjávarútvegsins og birta svo að lokum grein um útgerð frá Ingólfshöfða, er Sigurður bóndi Björnsson á Kvískerjum hefur skrifað og sent Bliki. Við þökkum af alúð hinum þekkta bónda og merka áhugamanni um náttúrufræði og sögu þessa grein hans."
Úr sögu sjávarútvegs - Blik 1969 |
Í blaðinu Bliki árið 1971 birtist grein skrifuð af Guðna J. Johnsen á fyrri hluta nitjándu aldar og fjallar greinin um nauðsyn þess að þjóðin eignist björgunar- og varðskip. Þar segir m.a. „Einhverntíma hættir stríðið, vonum vér (Því lauk haustið 1918) og væri það vel, ef við hefðum eitthvað gert í þá átt að tryggja okkur björgunarbát, sem jafnframt gæti varið fiskimiðin fyrir ágengni útlendra fiskiskipa. Menn munu ekki reka í augun það, að hér er ekki gert ráð fyrir sérstakri sumarvinnu skipsins. Ástæðan er sú, að nægilegt er fyrir skip að gera á sumrum við síldveiðar, flutninga o.fl. Hins vegar gæti svo farið, að nægilegt yrði handa skipinu að gera hérna, ef menn kæmust almennt á það lag að stunda sjóinn jafnt sumar sem vetur."
Björgunar- og varðskip |
Lífskjör þurrabúðamannsins um aldamótin 1900 |
Þurrabúðafólk var daglaunafólk í verstöð eða sjávarbyggð, hafði ekki aðgang að landi og mátti þar af leiðandi ekki hafa húsdýr. Það fór í róður og stundaði fuglaveiðar, bjó oft við afar þröngan kost og var stundum ekki hátt skrifað á meðal samferðafólks síns. Hér á eftir fer grein í tveimur hlutum eftir Árna Árnason, símritara í Vestmannaeyjum sem birtist í blaðinu Bliki árið 1963.
Lífskjör þurrabúðarmanns í Eyjum um aldamótin 1900 - Fyrri hluti
Lífskjör þurrabúðarmanns í Eyjum um aldamótin 1900 - Seinni hluti |
Úr sögu vélskipsins Skaftfellings |
Árið 1916 tóku Vestmannaeyingar og Sunnlendingar sig saman og söfnuðu fé til að smíða bát til flutninga, sem gengi frá Reykjavík til Vestmannaeyja og austur með Söndum alla leið til Öræfa. Tveimur árum síðar kom V/s Skaftfellingur til Víkur í fyrsta sinn 15. maí 1918. Frásögnin er skráð af Einari Sigurfinnssyni og birtist í blaðinu Bliki árið 1960.
Birt með leyfi.
Úr sögu vélskipsins Skaftfellings - Blik 1960 |
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 1 2 3 Næsta > Síðasta >>
|
Síða 1 af 3 |