Minjar um sjósókn við Héraðsflóa |
Hjörleifur Guttormsson ritar hér um minjar tengdar sjósókn við Héraðsflóa, í Bjarnarey og Torfu í landi Fagradals. Meðal annars er fjallað um Eiðaver, Krosshöfða og Selvogsnes, hákarlaveiðar, verkun sem og gerð og nýtingu verskála. Telur Hjörleifur að mörgum spurningum sé enn ósvarað og að fornleifa- og sögurannsóknir þurfi til að skera úr um margt sem snertir útver hérlendis. Má þar nefna byggðartíma, notkunartíma, nýtingarrétt, mannslífin og tengsl tungunnar við úthald á sjó.
Minjar um sjósókn við Héraðsflóa
|