Diskurinn Óskalög sjómanna hefur að geyma 40 sígild lög um sjómenn og sjómennsku. Lögin eru frá 1935 til dagsins í dag. Flest lögin eru sígild og flutt af einstaklingum sem áður nutu mikilla vinsælda. Mörg laganna hafa ekki áður komið út á geisladiski. Lagalistinn af þessum diski má sjá með því að smella á tengilinn hér fyrir neðan.
Óskalög sjómanna - Lagalisti |
|
Sjómenn íslenskir erum við |
Sjómenn íslenskir erum við er 60 laga safndiskur frá Senu með vinsælum sjómannalögum. Hér má finna sígild sjómannalög og nýrri útgáfur af sjómannalögum. Meðal flytjenda eru: KK og Maggi, Vilhjálmur Vilhjálmsson, Helgi Björnsson, Ragnar Bjarnason, Björgvin Halldórsson, Þorvaldur Halldórsson, Hjaltalín, Bubbi Morthens, Mannakorn, Brunaliðið, Paparnir, Roðlaust og beinlaust, Brimkló, Rúnar Gunnarsson og Gylfi Ægisson. Umsjón með útgáfu hafði Höskuldur Þór Höskuldsson. Lagalistann af safndisknum má sjá með því að smella á tengilinn hér fyrir neðan.
Sjómenn íslenskir erum við - Lagalisti |
Draumur hins djarfa manns. Frá sjómannalögum til gúanó rokks |
Rósa Margrét Húnadóttir skrifaði BA ritgerð árið 2007 þar sem fjallað er um sjómannalögin sem ákveðna hefð innan dægurlagamenningar. Fyrsti kafli er tileinkaður þættinum Á frívaktinni, sem var óskalagaþáttur sjómanna. Fjallað er um áhrif hans á textagerð og tónlistarsköpun, tilgang hans og viðtökur. Í öðrum kafla er fjallað um lögin og textana og það umhverfi sem textarnir spretta úr, með hliðsjón af þeim breytingum sem orðið hafa á sjósókn og fiskveiðum. Á áttunda áratugnum urðu miklar breytingar á umfjöllun sjómannalaga og eru þær raktar í þriðja og síðasta kaflanum. Sá kafli nefnist Frá gervirómantík til gúanórokks og vísar titillinn í þá uppgerðarrómantík sem ríkjandi var í sjómannalögunum fram að áttunda áratugnum og þær breytingar sem áttu sér stað með gúanórokki Bubba Morthens. Kaflinn tekur auk þess á textagerð Gylfa Ægissonar og leitast þannig við að varpa ljósi á andstæðurnar sem finna mátti innan hefðarinnar og í uppgjörinu við hana.
Draumur hins djarfa manns. Frá sjómannalögum til gúanó rokks
|
|
|
|
|