Fish, people and property rights - Social implications of fisheries governance in fishery dependent societies, from the North-Atlantic Arctic to Galicia |
A research project funded by NILS Science and Sustainability (ES07) Programme operated by Universidad Complutense de Madrid
Principal investigator: Dr. Níels Einarsson, anthropologist and Director of the Stefansson Arctic Institute, Akureyri, Iceland
Main collaborators in Galicia, Spain: Dr. Ramón Muiño Boedo and D. Duarte F-Vidal, Universidade da Coruña
The main rationale for the project is that very little comparative research has been done on social, economic and political implications of the recent international shift towards private property rights regimes in fisheries management. The participants of this project felt was an urgent need to widen the scientific study of marine governance to include the welfare of fishing communities, such as those of Galicia, and the complex relationship between public access, property rights and local resource rights. The topic of fishing and access rights to marine resources is also extremely important to coastal communities in the Arctic, as they are in the rest of the world of fishing societies. One of the major changes taking place, one could call it a social and historical transformation, is the privatization of formerly common property resources, linking local livelihoods and community viability to economic and financial processes of national and global markets. This project builds on ongoing anthropological and interdisciplinary research and deals with some of the aspects of this very rapid social change which is also coupled to global financial processes. The focus is on Iceland and Galicia, with data from other societies and fisheries, but with special emphasis on the fisheries dependent region of Galicia which has a recent history of alternative experiments with local fisheries governance in the form of marine protected areas as well as dealing with the aftermaths of the economic collapse of 2008.
For further information please contact Dr. Níels Einarsson at
Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.
.
The EEA supported NILS Science and Sustainability aims to enhance human capital and knowledge base in Spain and in Norway, Iceland and Liechtenstein, by improving and deepening academic and research collaboration, promoting scientific research on strategic fields for Human well-being and Earth Sustainability.
See here.
ÂÂ |
|
Námskeið í viðhaldi og endursmíði gamalla trébáta |
Sífellt glæðist áhugi á smíði og viðhaldi gamalla trébáta. Á Bátasafni Breiðafjarðar á Reykhólum er að finna einstaklinga sem hafa miklu að miðla, bæði í bátasmíði sem og öðru handverki og sögu.
Dagana 6. - 18. september 2010 verður námskeið í Bátasafni Breiðafjarðar á Reykhólum í viðhaldi og endursmíði gamalla trébáta. Námskeiðið er verklegt og öllum opið.
Á námskeiðinu verður gert við súðbyrtan vélbát sem er 6.5 m. Áætlað er að skipta námskeiðinu í fernt og geta þátttakendur því bæði valið að taka allt námskeiðið eða einungis hluta þess.
Námskeiðið skiptist þannig: 6. - 8. sept. Skipt um afturstefni. 9. - 11. sept. Skipt um í byrðing. 12.- 14. sept. Höggvin bönd. 15.- 18. sept. Skipt um borðstokka.
Einnig verður fjallað um segl og reiðabúnað með gamla laginu.
|
Nánar...
|
Skrímslasetrið á Bíldudal |
Verkefnið Sérstök áhersla verður á Arnarfjörð sem mesta skrímslasvæði á Íslandi, miðað við þann fjölda sagna sem til er þaðan. Uppbygging skrímslaseturs á Bíldudal í þeim tilgangi að varðveita og kynna á lifandi hátt þær þúsundir skrímslasagna sem til eru á Íslandi.
Hverjir standa að verkefninu? Að verkefninu stendur Félag áhugamanna um skrímslasetur sem samanstendur af fjölda brottfluttra Arnfirðinga sem vilja leggja gömlu heimabyggð sinni lið.
Húsnæði
Hús gömlu Matvælaiðjunnar á Bíldudal var keypt 2007. Húsið er um 800 m2 að stærð og var í mjög slæmu ástandi. Búið er að skipta um þak, einangra og klæða húsið að innan. Að verkinu hafa komið fjöldinn allur af sjálfboðaliðum, bæði brottfluttir og heimamenn.
Sjálfboðaliðar
Yfir 80 sjálfboðaliðar hafa tekið þátt í verkefninu og unnið yfir 2000 vinnustundir í sjálfboðavinnu.
Hönnunin:
Aðalhönnuður er Árni Páll Jóhannsson og margmiðlunarfyrirtækið Gagarín sér um tæknivinnu og margmiðlun. Gerð verður 15 mínútna neðansjávar bíómynd sem sýnd verður á gluggum kafbáts sem gestir setursins fara inní við upphaf heimsóknar í setrið. Þetta verður einhverskonar skrímslaskoðunarferð um undirdjúp fjarðarins. Þar að auki verður í setrinu fræðihluti þar sem hægt verður að fræðast um allt sem viðkemur skrímslum á Íslandi bæði í myndum og hljóði.
Útisvæði:
Mikið verður lagt upp úr útisvæði setursins og að aðgengi gesta verði sem best. Mikil veðurblíða einkennir Bíldudal og verður því byggður stór pallur fyrir framan setrið þar sem ýmsar uppákomur verða í boði fyrir ferðamenn og aðra gesti, t.d. kræklingaveislur, tónlist og sögumenn. Einnig verða í garði setursins uppblásin skrímsli sem höfða til yngstu gestanna.
Leiga á húsnæði:
Ekki er allt húsið notað undir skrímslin og er verið að vinna í því að leigja út hluta þess til að styrkja rekstur.
Starfsstöðvar:
Í hluta hússins er verið að vinna að uppsetningu starfsstöðva þar sem unnin verða skráningastörf fyrir opinbera stofnun.
Arnfirðingastofa:
Í samstarfi með Arnfirðingafélaginu í Reykjavík verður sett upp stofa með upplýsingum um þjóðþekkta Arnfirðinga t.d. Jón Sigurðsson forseta, Gísla á Uppsölum, Mugg o.fl.
Mikilvægt fyrir samfélagið:
Verkefnið hefur notið mikils velvilja heimamanna og brottfluttra. Hefur öflug samstaða og þátttaka sjálfboðaliða vakið mikla athygli og meðal annars verið gerður sjónvarpsþáttur um verkefnið.
Fjöldi starfa:
Við setrið koma til með að vinna tveir til þrír starfsmenn á sumrin en einn starfsmaður allt árið. Að auki bætast við þrjú til fjögur skráningastörf. Við uppbygginguna hefur verið einn starfsmaður auk verktaka við einstök verkefni.
Staðan:
Verið er að leggja lokahönd á undirbúning húsnæðis fyrir sýninguna og verða innréttingar settar upp í byrjun maí. Vinnsla á sýningu er langt komin og reiknað er með að opnað verði um miðjan júní 2009.
Skoða bækling með myndum - pdf skjal
Skoða fleiri myndir af uppbyggingu og vinnunni - pdf skjal
|
Nánar...
|
Gull úr greipum Ægis konungs - Grímsstaðavör |
Gert út frá Grímsstaðavör Langt fram eftir 20. öldinni var stundað útræði úr vörum á Reykjavíkursvæðinu. Flestar varirnar eru nú horfnar undir uppfyllingar og því fátt sem minnir á þennan þátt í atvinnusögu borgarinnar.
Grímsstaðavör er ein af sjö vörum við Skerjafjörð og sú þeirra sem lengst var róið frá. Betri lending var talin vera í Grímsstaðavör en í öðrum vörum við Skerjafjörðinn, meðal annars vegna skerja fyrir utan sem drógu úr öldunni. Vörin er kennd við bæinn Grímsstaði á Grímsstaðaholti. Grímsstaðaholtið afmarkast af Suðurgötu, Starhaga, Ægisíðu og Hjarðarhaga. Grímur Egilsson reisti sér býli á þessu svæði árið 1842 sem hann nefndi Grímsstaði. Fljótlega var farið að kenna holtið við býlið. Síðasti Grímsstaðabærinn stóð nálægt gatnamótum Dunhaga og Ægisíðu.
Grímsstaðavörin var þekktust fyrir útgerð grásleppubáta síðustu áratugina, en áður fyrr var ekki síður gert út á þorsk og ýsu. Þegar mest var voru 16 bátar gerðir út frá vörinni. Þrír til fjórir réru alltaf en hinir um helgar eða þegar tími gafst til frá öðru. Tíðarfarið réði því hvaða daga var hægt að róa. Björn Guðjónsson gerði síðastur út frá Grímsstaðavör, eða allt til ársins 1998.
|
Nánar...
|
Á Snæfellsnesi eru minjar og mannlíf tengd útgerð og sjósókn, allt frá landnámi til vorra daga. Þar finnst margt áhugavert tengt sjónum, sem gaman er að heyra um, upplifa og skoða, eða jafnvel smakka.
Hópur fólks á Snæfellsnesi hefur nú tekið höndum saman og eru að vinna að verkefni sem byggir á nálægð við sjóinn, þeim tækifærum og sérstöðu sem það skapar þessu svæði. Verkefnið kallast Lífið við sjávarsíðuna – áfangastaðurinn Snæfellsnes.
Markmiðið með þessu verkefni er að miðla þekkingu, auka framboð á dægradvöl og auðga upplifun þeirra sem sækja Snæfellsnes heim.
Í sumar var gefin út lítil „krókabók“ – þar sem kynntir eru 14 aðilar sem eru í Krókaverkefninu (verkefnið er kallað Krókaverkefnið í daglegu tali) og eru nú þegar með einhverja „vöru" að bjóða fólki. Það er líka hægt að safna stimplum í þessa bók þegar maður heimsækir staðina.
Þessu verkefni var ýtt úr vör nokkuð nýlega og var haldið námskeið fyrir þátttakendur vorið 2009 í samstarfi við IMPRU og Hólaskóla. Í framhaldi af því varð nokkur vöruþróun hjá einstaka aðilum í verkefninu; einhverjir eru enn að þróa sína vöru og eru ekki byrjaðir að taka á móti fólki, en svo eru líka rótgrónir aðilar þátttakendur í þessu verkefni þar sem starfsemin hefur verið að þróast og geta þeir aðilar miðlað af reynslu sinni.
Í pdf skjalinu hér a neðan er að finna upplýsingar um grunnhugmyndina sem lagt var af stað með í þetta verkefni og þátttakendalistann.
Listi yfir þátttakendur
Krókaleið um Snæfellsnes |
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 1 2 Næsta > Síðasta >>
|
Síða 1 af 2 |