Námskeið í viðhaldi og endursmíði gamalla trébáta |
Dagana 6. - 18. september 2010 verður námskeið í Bátasafni Breiðafjarðar á Reykhólum í viðhaldi og endursmíði gamalla trébáta. Námskeiðið er verklegt og öllum opið. Á námskeiðinu verður gert við súðbyrtan vélbát sem er 6.5 m. Áætlað er að skipta námskeiðinu í fernt og geta þátttakendur því bæði valið að taka allt námskeiðið eða einungis hluta þess. Námskeiðið skiptist þannig:6. - 8. sept. Skipt um afturstefni. 9. - 11. sept. Skipt um í byrðing. 12.- 14. sept. Höggvin bönd. 15.- 18. sept. Skipt um borðstokka. Einnig verður fjallað um segl og reiðabúnað með gamla laginu. Með því að hafa námskeiðið fjórskipt gefst þátttakendum kostur á að velja sér þá verkþætti sem þeir telja að nýtist sér best - einn eða fleiri. Þátttakendur greiða einungis fyrir viðveru og geta því sjálfir stjórnað kostnaði. Hver klukkustund kostar 1000 kr. Hámarkskostnaður á dag er 8000 kr. Einnig er hægt að fá að taka þátt í smíðinni allan tímann og er þá fast verð krónur 60.000 kr. Þátttakendur sjá sér fyrir fæði og gistingu á námskeiðstímanum. Möguleikar á gistingu eru t.d. tjaldstæði fyrir fellihýsi og hjólhýsi, gistiheimilið Álftaland, Bjarkarlundur og einnig er bændagisting á svæðinu. Skráning á artser@simnet.is Þar eru þátttakendur beðnir um að skrá nafn, heimilisfang og síma og þann hluta námskeiðsins sem þeir kjósa að nýta sér. Sjá einnig á heimasíðu Bátasafns Breiðafjarðar á Reykhólum |