Mjófirðingar, slysfarir, strönd og árekstrar |
Mjófirðingar hafa ekki farið varhluta af slysförum og sjósköðum fremur en aðrir landsmenn. Sumarið 2011 tók Vilhjálmur Hjálmarsson, fyrrum bóndi og alþingismaður, saman fróðleik um slysfarir og skipsskaða í Mjóafirði.
Slysfarir, strönd og árekstrar |
|
Árið 1928 voru flestir Eyjabátar á sjó þegar skall á vonskuveður með mikilli fannkomu og dimmviðri. Undir kvöld var komið fárviðri. Voru bátarnir að tínast inn fram eftir kvöldinu, en mörgum gekk illa að ná landi, bæði vegna veðurhæðar og - ekki síður - dimmviðris. Einn þessara báta var Vb. Sigríður VE 240, 12 lesta bátur, með 30 ha. Alfavél. Árni í Eyjum skráði frásögnina sem birtist í blaðinu Bliki árið 1965.
Sigríðar-strandið og bjargför Jóns Vigfússonar |
Ágúst Árnason kennari fór haustið 1897 sem heimiliskennari að Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum. Í þorralok 1898 gerðist heimiliskennarinn formaður á einu af áraskipum Þorvaldar bónda og reri út frá Eyjafjallasandi. Skipið var sexæringur „áttróinn", þ.e. með barkaróðri. Skipshöfnin var 12 - 14 manns. Frásögn af því sem Ágúst kallaði „venjulegan" róður skráði hann skömmu áður en hann lést og birtist frásögnin í blaðinu Bliki árið 1963.
Fiskiróður - Blik 1963 |
Árið 1930 sigldi inn í Vestmannaeyjahöfn síðasta farmseglskipið. Skipið var í eigu kaupmannsins Gísla J. Johnsen, hét San og flutti timburfarm til verzlunar Gísla. Á San var fimm manna áhöfn. Frásögn Jóns Í. Sigurðssonar af komu skipsins fer hér á eftir og birtist í blaðinu Bliki árið 1958.
Síðasta seglskipið - Blik 1958 |
Í gegnum aldir hafa lundaveiðar verið hluti af lífi Vestmannaeyinga. Stundum hafa veiðimennirnir lent í hrakningum við veiðar sínar og hér fer frásögn af einni slíkri för. Förinni var heitið í Álsey til lundaveiða árið 1890 og birtist frásögnin í blaðinu Bliki árið 1951. Greinin er skráð af Magnúsi Guðmundssyni.
Ferð í Álsey - Blik 1951 |
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 1 2 Næsta > Síðasta >>
|
Síða 1 af 2 |