Þann 4. mars hélt Helga Katrín Tryggvadóttir fyrirlestur í Víkinni - sjóminjasafni á vegum Íslenska vitafélagsins-félags um íslenska strandmenningu. Þar sagði hún frá rannsókn sem hún gerði fyrir samgönguráðuneytið árið 2008. Markmiðið var að kanna fjölda þeirra kvenna sem sækja sjóinn á Íslandi, starfsaðstæður, upplifun af starfinu og viðhorfum samfélagsins. Hlutfall kvenna af sjómönnum hefur ekki verið og er ekki í dag mjög hátt, en konur á Íslandi hafa þó stundað sjómennsku um aldir. Ekki virðist mikið um mismunun eða fordóma í garð kvenna hérlendis og skýringuna á því hvers vegna konur stunda ekki sjómennsku í meira mæli má vera að finna í menningarlegum normum fremur en ótta við fordóma. Glærur frá fyrirlestrinum birtast hér, en rannsóknina í heild sinni má finna hér á síðunni undir „Vinna kvenna á sjó“
Þær fiska sem róa |
|
Róðu betur, kær minn karl |
Hér má sjá fyrirlestur sem Ragnhildur Bragadóttir skjalastjóri hjá Biskupsstofu flutti á fundi hjá Félagi um átjándu aldar fræði. Aðalumfjöllunarefni fyrirlestrarins er sjósókn íslenskra kvenna á 18. öld. Meðal þess sem Ragnhildur fjallar um eru kjör og staða þessara kvenna í samfélaginu, aðbúnaður og afkoma þeirra á sjó. Í fyrirlestrinum fjallar Ragnheiður einnig stuttlega um tvær fræknustu kvensjóhetjur 18. aldar, þær Björgu Einarsdóttur og Þuríði Einarsdóttur.
Róðu betur, kær minn karl |
„Meykóngur" og þjóðsagnahetja: sagnir og samtímaheimildir um Þuríði Einarsdóttur |
Sandra Sif Einarsdóttir fjallar í ritgerð sinni frá 2002 um Þuríði Einarsdóttur (1777-1863) sem er ein af fáum íslenskum konum sem gegnt hafa stöðu formanns til sjávar og stundaði róður austan fyrir fjall, frá 11-53 ára aldurs. Þuríður var umdeild kona, þurfti að berjast til að fá sínu fram og átti á stundum í erjum við sveitunga sína en alltaf gekk henni vel á sjónum.
„Meykóngur" og þjóðsagnahetja: sagnir og samtímaheimildir um Þuríði Einarsdóttur |
Gender Construction and Diversity in Icelandic Fishing Communities |
Grein eftir Unni Dís Skaptadóttur sem birtist í fræðiritinu Anthropologica árið 1996. Hér vefur Unnur saman greiningu á samfélagslegri mótun kynjamisréttis og skoðun á mótun annars konar fjölbreytileika kvenna í litlum sjávarsamfélögum á Íslandi. Slík greiningarleg samþætting er nauðsynleg svo að unnt sé að koma í veg fyrir frosna flokkun á konum í sjávarútvegi.
Gender Construction and Diversity in Icelandic Fishing Communities |
Gender Construction at Work in Icelandic Fishplants |
Grein eftir Unni Dís Skaptadóttur og Guðbjörgu Lindu Rafnsdóttur sem birtist í NORA árið 2000 og fjallar um niðurstöður rannsókna af kynjaðri mótun í fiskverkunarhúsum á Íslandi. Leitast er við að skilja þá ferla sem leiða til kynjunar starfsstétta, starfa, skipulag vinnu og tengsl þar á milli þannig að hægt verði að varpa ljósi á kynjað misrétti, lægri stöðu kvenna á atvinnumarkaði og hvernig kynjaflokkar og sjálfsmyndir eru mótaðar og endurmótaðar innan vinnustaðarins.
Gender Construction at Work in Icelandic Fishplants |
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 1 2 3 Næsta > Síðasta >>
|
Síða 1 af 3 |