Women Coping with Change in an Icelandic Fishing Community: A Case Study |
Grein eftir Unni Dís Skaptadóttur sem birtist í Women's Studies International Forum árið 2000. Unnur fjallar hér um markaðsvæðingu og þau áhrif sem kvótakerfi Íslendinga, ásamt dvínandi áhuga ríkisins á svæðisbundinni stefnumörkun, hefur haft á líf fólks í fiskveiðisamfélögum. Fjallað er sérstaklega um áhrif á konur á Eyri þar sem samfélaginu hefur ekki auðnast að nýta sér kerfi þar sem færri og stærri fyrirtæki hafa vinninginn; Eyri er þrýst lengra og lengra að jaðrinum þar sem það stendur frammi fyrir nýjum áskorunum en áherslur kvenna og karla, þegar kemur að vali á aðferðum til bjargráða og aðlögunar, virðast um margt ólíkar.
Women Coping with Change in an Icelandic Fishing Community: A Case Study
|