The Role of Women in the Fisheries Sector |
Lokaskýrsla MacAlister Elliot og Partners Ltd., The Role of Women in the Fisheries Sector, skrifuð fyrir European Commission Directorate General for Fisheries, í mars árið 2002. Skýrslan fjallar um hlutverk kvenna í fiskiðnaði í nokkrum Evrópulöndum þar sem skoðuð eru m.a. vinnumál, lagaleg- og félagsleg staða, félags- og menningarlegar hindranir, og efnahagur kvenna. Helstu niðurstöður eru þær að konum almennt finnast þær ekki velkomnar til fiskveiða en hafa svo sem engan áhuga hvort sem er; þær hafa náð nokkrum árangri í stjórnunarstörfum og þá helst hjá hinu opinbera; launamunur kynjanna er um 12%, konum í óhag; og stuðningshlutverk eiginkvenna sjómanna er mikilvægt en jafnframt vanmetið. Uppástungur um aðgerðir til úrbóta er einnig að finna þarna. Hægt er að finna frekari upplýsingar, viðauka, upplýsingar skipt eftir löndum o.fl.
The Role of Women in the Fisheries Sector
|