Fiskimjölsverksmiðjan í Vestmannaeyjum |
Fyrsta fiskimjölsverksmiðja Vestmannaeyja var reist árið 1912 af Bretum. Milligöngumaður var ræðismaðurinn Gísli J. Johnsen, sem komst í kynni við enskt félag í Grimsby, sem framleiddi fiskimjöl í stórum stíl. Verksmiðjan var á nafni Gísla samkvæmt lögum, en félagið byggði raunar húsið og lagði til allar vélar. Þetta breska félag var afar öflugt og átti fiskimjölsverksmiðjur víðsvegar á Englandi og hafði yfir að ráða miklu fjármagni. Halldór Magnússon segir frá fiskimjölsverksmiðjum í Vestmannaeyjum í blaðinu Bliki árið 1972.
Fiskimjölsverksmiðjan í Vestmannaeyjum
|