Samevrópskt verkefni, Fishernet |
Stofnun Vilhjálms Stefánssonar tekur þátt í samevrópsku verkefni um fiskveiðimenningu FISHERNET er heiti þriggja ára samevrópsks verkefnis sem hlotið hefur styrk frá Menningaráætlun Evrópusambandsins. Verkefnið miðar að því að varðveita, miðla og nýta menningararf sem tengist sjósókn, umhverfisþekkingu sjómanna og sérstakri menningu fiskveiðisamfélaga. Níels Einarsson forstöðumaður Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar tekur þátt í verkefninu fyrir hönd stofnunarinnar með áherslu á fiskveiðimenningu á Íslandi, Grænlandi og Færeyjum, en einnig verður haft samstarf við fjölmargar stofnanir, sérfræðinga og samtök sem á einn eða annan hátt sinna fiskveiðum og menningararfi á svæðinu, m.a. Menningarmiðstöð Þingeyinga á Húsavík.
Níels Einarsson, forstöðumaður Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar og forsvarsmaður verkefnisins Fishernet spjallaði um eflingu smábátaútgerðar í þætti Péturs Halldórssonar, Vítt og breitt á Rás 1, þann 22. janúar 2009. Hægt er að hlusta á þáttinn hér . |
|
Níels Einarsson um smábátaútgerð |
Níels Einarsson, forstöðumaður Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar og forsvarsmaður verkefnisins Fishernet spjallaði um eflingu smábátaútgerðar í þætti Péturs Halldórssonar, Vítt og breitt á Rás 1, þann 22. janúar 2009. Hægt er að hlusta á þáttinn hér .
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 1 2 Næsta > Síðasta >>
|
Síða 2 af 2 |