Silfur hafsins - Gull Íslands |
There are no translations available.
Höfundar: Benedikt Sigurðsson, Birgir Sigurðsson, Guðni Th. Jóhannesson, Hjörtur Gíslason, Hreinn Ragnarsson, Jakob Jakobsson, Jón Þ. Þór, Steinar J. Lúðvíksson
Silfur hafsins - Gull Íslands er síldarsaga Íslendinga, þriggja binda stórvirki í veglegri öskju, 1100 bls. í stóru broti með um 800 myndum og teikningum. Í verkinu er rakin saga síldveiða og vinnslu frá fyrstu tíð, sagt frá frumkvæði Norðmanna á 19. öld og síldarævintýrum Íslendinga á síðustu öld.
Með skrifum sínum gefa færustu vísinda- og fræðimenn verkinu faglegt og sögulegt gildi og aðrir höfundar gæða það lífi og mannlegri vídd. Hér er skráð saga atvinnulífs og mannlífs í landinu á lifandi, fræðandi og fagmannlegan hátt.
Síldin hefur snert líf nær allra Íslendinga á liðnum öldum, með einum eða öðrum hætti, þess vegna kemur saga síldarinnar okkur öllum við. Tveir kaflar úr ritverkinu eru birtir hér með leyfi Nesútgáfunnar sem gaf bækurnar út árið 2007. Kafli IV, bls.: 1-10, 11-20, 21-30, 31-40, 41-50, 51-60, 61-70, 71-82
|
|
There are no translations available.
Steinar J. Lúðvíksson, rithöfundur flutti erindið á fræðslukvöldi Íslenska vitafélagsins 11. janúar 2012. Í erindinu fjallar hann um síldveiðar því sjónarhorni hvaða þjóðfélagslega þýðingu síldveiðarnar höfðu á Íslandi frá því að þær hófust á seinni hlutu 19. aldar og fram yfir þann tíma sem hrunið mikla varð á árunum 1967 - 1968; hvaða áhrif síldveiðarnar höfðu á búsetu í landinu og urðu m.a. til þess að vistarbandið hélt ekki lengur; hvernig síldveiðarnar gjörbreyttu öllu viðskiptaumhverfi almennings þar sem farið var að greiða verkalaun í peningum; og hvaða áhrif miklar sveiflur í síldveiðunum frá ári til árs höfðu á afkomu almennings. Einnig fjallar hann um búferlaflutninga til og frá „síldarstöðunum", hvaða áhrif síldveiðarnar og síldarvinnslan hafði á verkalýðsbaráttuna á Íslandi og kannski, síðast en ekki síst, þau áhrif sem síldveiðarnar höfðu á tæknikunnáttu Íslendinga, t.d. veiðarfæragerð og notkun nýs veiðibúnaðar.
Svona er á síld |
There are no translations available.
Áður en frystihúsin komu til sögunnar var oft miklum erfiðleikum bundið að afla nægilegrar beitu til þorskveiða og reknetaveiði þekktist ekki fyrr en eftir aldamót. Þekkingar- og reynsluleysi við reknetaveiðar var einnig lítil á þessum tíma og útbúnaður lélegur. Í endurminningum Ingvars Pálmasonar alþingismanns er að finna greinagóða lýsingu á beituöflun á Norðfirði og byggingu fyrstu frystihúsa á Austfjörðum. Birt með leyfi Ingvars Níelssonar, barnabarns Ingvars Pálmasonar, alþingismanns.
|
There are no translations available.
Síldarsaga Íslands markaði djúp þáttaskil í sögu þjóðarinnar. Síldin var kölluð silfur hafsins og gull Íslands og skóp auðæfi sem hér höfðu ekki áður sést. Við sjávarsíðuna spruttu upp heilu byggðarlögin þegar síldarævintýrið stóð sem hæst, byggðarlög sem síðan lognuðust útaf með hvarfi síldarinnar.
Sumstaðar er unnið að nýsköpun í rústum gamalla verksmiðja, annars staðar hvílir þögnin ein yfir horfnum ævintýrum. Hér að neðan má lesa síldarannál sem Hreinn Ragnarsson ritaði, en annállinn spannar tímabilið frá 1866 til 1975.
Síldarannáll 1866 - 1975 |
|
|
|
|