Bátasmíðaverkefni 2009 |
{vimeo}47095422{/vimeo} Haustið 2008 hófst samstarf á milli Síldarminjasafnsins á Siglufirði og Bátaverndarmiðstöðvar Norður-Noregs í Gratangen. Markmið verkefnisins var að endurvekja bátasmíði á Siglufirði, miðla þekkingu á milli landanna og læra. Tveir Siglfirðingar, Björn Jónsson trésmiður og Örlygur Kristfinnsson, safnstjóri dvöldu í Gratangen á nokkurra vikna námskeiði í bátasmíði. Ári síðar kom Björn Lillevoll bátasmiður til Siglufjarðar og í samvinnu við Skúla Thoroddsen trésmið Síldrminjasafnsins smíðuðu þeir bát með eyfirska laginu. Farið var í öllum aðalatriðum eftir “Bát Soffíu á Nesi” sem smíðaður var í Slippnum á Siglufirði 1934. Þessi leið er talin heppileg til að endurheimta skipulega forna þekkingu í hefðbundinni bátasmíði. Tveir menn að auki, Björn Jónsson og Sveinn Þorsteinsson, gamalreyndir úr Slippnum, komu einnig að smíði bátsins. Myndirnar að ofan eru frá smíði Soffíu sumarið 2009.
|