Fishernet í Galiciu á Spáni |
Nú nýlega var fjallað um samevrópska verkefnið Fishernet í dagblaðinu La Voz de Galicia, eða rödd Galicíu og var m.a. rætt við fulltrúa Íslands í því verkefni, Níels Einarsson forstöðumann Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar sem staðsett er á Akureyri. Titill greinarinnar er á frummálinu Muros lidera un plan europeo para recuperar la cultura marinera, sem útleggst eitthvað á þá leið að Muros (velþekktur strandbær í Galiciu) leiði samevrópska áætlun um endurreisn strandmenningar. Þeir sem eru svo ljónheppnir að skilja hrafl í spænsku geta lesið greinina í heild sinni hér.
|