Fréttabréf Trossunnar komið út í annað sinn! |
Nú er komið út fréttabréf samevrópska verkefnisins FISHERNET: Fishing Cultural Heritage Network sem Stofnun Vilhjálms Stefánssonar tekur þátt í. Um er að ræða þriggja ára verkefni sem hlotið hefur styrk frá Menningaráætlun Evrópusambandins en lykilþátttakendur eru Galicia (Spánn), Noregur, Búlgaría, Ísland, Kýpur og Orkneyjar (Bretland). Verkefnið miðar að því að varðveita, miðla og nýta menningararf sem tengist sjósókn, umhverfisþekkingu sjómanna og sérstakri menningu fiskveiðisamfélaga. Framlag Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar er sérstaklega tengt fiskveiðimenningu á Íslandi, Grænlandi og Færeyjum. Íslenski hlutinn gengur undir nafninu Trossan og er að finna á vefslóðinni www.fishernet.is. Hægt er að nálgast fréttabréfið á heimasíðu Trossunnar og er þar einnig að finna gagnlegt efni; greinar, ritgerðir og annað efni sem tengist sjávar- og strandmenningu á Íslandi og Norður-Atlantshafi og gæti sem best nýst til rannsókna hvers konar eða skemmtunar. |