Lokaskýrsla til nýsköpunarsjóðs námsmanna, unnin af Ómari Þorgeirssyni árið 2004, undir umsjón Guðna Halldórssonar og Óla Halldórssonar. Um er að ræða fyrsta skref vinnunnar við hinn þingeyska sögugrunn sem Safnahúsið á Húsavík stendur fyrir og er hægt að fylgjast með framvindu verkefnisins á vefsíðu Safnahúss Húsavíkur undir tenglinum Sögugrunnur, kortavefsjá safnsins. Markmiðið er að safna saman upplýsingum um þekkt fiskimið við strönd Þingeyjarsýslna. Áhugaverð skýrsla og mikilvægur upplýsingabrunnur og liður í varðveislu þekkingar og strandmenningar.
Fiskimið á Skjálfanda: Liður í þingeyskum sögugrunni
|