Kvótakerfið: kenning og veruleiki |
Gísli Pálsson og Agnar Helgason fjalla í þessari grein sem birtist í Skírni árið 1999, um hvernig sjávarútvegur Íslendinga sem og íslenskt samfélag hefur tekið stakkaskiptum á tuttugustu öldinni og bregða mannfræðilegu ljósi á nokkur atriði tengd deilum um kvótakerfið. Rætt er um það sem vakti fyrir kenningasmiðunum, sem upphaflega lögðu grunn að hugmyndinni um kvótakerfi á alþjóðavettvangi og er áhersla lögð á hugmyndir um mikilvægi einkaeignar. Einnig er hugað að þeim markmiðum sem höfð voru til hliðsjónar þegar ákveðið var að taka upp kvótakerfi í þorskveiðum hér á landi. Loks er fjallað um breytingar á dreifingu aflaheimilda frá því framsal var gefið frjálst árið 1991 og siðferðilega umræðu meðal landsmanna um framsal og kvótakerfi.
Kvótakerfið: kenning og veruleiki
|