Allt frá landnámi hafa fiskveiðar verið mikilvægasta atvinnugrein þjóðarinnar og fyrr á öldum sóttu erlendar þjóðir stíft á miðin kringum Ísland. Baskar stunduðu hér hvalveiðar, Frakkar voru hér langdvölum og Norðmenn reistu hér bæði hvalstöðvar og síldarverksmiður, auk þess að stunda hér línuveiðar. Ísland var miðstöð hval- og síldveiða og erlendir sjó- og kaupsýslumenn settu sín spor í íslenska menningu, tækniframfarir og atvinnuhætti. Víða um land er að finna minjar um horfna tíð, spor í söguna sem eru verðmæti á heimsmælikvarða.
Tækniframfarir hafa verið miklar, frá útgerð á litlum árabátum til verksmiðjutogara og vinnsla í landi hefur sömuleiðis tekið miklum stakkaskiptum. Þekkingin hefur breyst sem og mannlífið og menningin.
|
Í grein sem birtist í Sjómannadagsblaði Vestmannaeyja árið 2001 fjallaði Gísli Pálsson um áhrif sjóslysa sem „hvíldu á árum áður eins og þungur skuggi yfir flestum sjávarplássum við Norður-Atlantshaf." Með föður sínum rifjar Gísli upp atburði í tengslum við Gand NK sem fórst haustið 1942 og Langanes NK sem sökk við Eyjar árið 1959 og þau áhrif sem þessir atburðir tveir höfðu á þá sem þeim tengdust með einum eða öðrum hætti. „Hafið heggur sín skörð, tortímir og sundrar vinum og fjölskyldum, en það er jafnframt skapandi þáttur í mannheimi sem tengir fólk nánum böndum, oft með óvæntum hætti."
Síðasti róðurinn |
|
Contested commodities: the moral landscape of modernist regimes |
In their article Gísli Pálsson and Agnar Helgason discuss cross-cultural parallels in moral debate about the expansion of market relations to new areas of social life, with particular reference to their ethnographic work on the commoditization of resource rights in Iceland. Expanding a theoretical approach introduced by other scholars, they propose that spatial metaphors can provide an effective means of conceptualizing the anthropological study of commoditization.
Contested commodities: the moral landscape of modernist regimes |
Frá formennsku til fiskifræði |
Grein úr Tímariti Háskóla Íslands frá árinu 1986 þar sem Gísli Pálsson fjallar um breytingar á fiskveiðum Íslendinga á síðustu öld. Leidd eru rök að því að hugmyndir um örlög manna og fiska hafi breyst samfara breyttum félagsháttum. Einnig að þær þjóðlegu kenningar um aflabrögð, sem gera ráð fyrir að frammistaða skipstjóra sé meginástæða þess að bátar fiska misvel, eigi sér litla stoð í veruleikanum og eru fremur afsprengi þeirra samkeppnisveiða sem hófust í byrjun þessarar aldar, en veita hins vegar ekki haldgóða skýringu á því að afli er breytilegur frá einum bát til annars.
Frá formennsku til fiskifræði |
Kvótakerfið: kenning og veruleiki |
Gísli Pálsson og Agnar Helgason fjalla í þessari grein sem birtist í Skírni árið 1999, um hvernig sjávarútvegur Íslendinga sem og íslenskt samfélag hefur tekið stakkaskiptum á tuttugustu öldinni og bregða mannfræðilegu ljósi á nokkur atriði tengd deilum um kvótakerfið. Rætt er um það sem vakti fyrir kenningasmiðunum, sem upphaflega lögðu grunn að hugmyndinni um kvótakerfi á alþjóðavettvangi og er áhersla lögð á hugmyndir um mikilvægi einkaeignar. Einnig er hugað að þeim markmiðum sem höfð voru til hliðsjónar þegar ákveðið var að taka upp kvótakerfi í þorskveiðum hér á landi. Loks er fjallað um breytingar á dreifingu aflaheimilda frá því framsal var gefið frjálst árið 1991 og siðferðilega umræðu meðal landsmanna um framsal og kvótakerfi.
Kvótakerfið: kenning og veruleiki |
Hugboð eða hyggjuvit? Ákvarðanir íslenskra skipstjóra |
Gísli Pálsson mannfræðingur ræðir hér um hvort skipstjórar láti „skynsemi" eða óljós hugboð ráða ferðinni þegar þeir taka ákvarðanir um róðra og fiskimið og hvort aðferðir þeirra séu tengdar því hvort þeir fiska vel eða illa. Hann teflir saman almennri „ethnografískri" vitneskju um veiðibúskap Íslendinga og tölulegri vitneskju um þorskveiðar frá einni verstöð. Niðurstöður leiða í ljós að enda þótt að nokkru leyti sé unnt að skýra val á veiðistað með hliðsjón af hlutlægum og mælanlegum þáttum, er ekki loku fyrir það skotið að innsæi og frumlegar hugdettur skipti máli. Hins vegar verði ekki séð að skýrt samband sé milli aðferða skipstjóra við ákvarðanatöku og þess hve vel þeir afla.
Hugboð eða hyggjuvit? Ákvarðanir íslenskra skipstjóra |
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 1 2 Næsta > Síðasta >>
|
Síða 2 af 2 |