Plokkfiskur - íslensk strandmenning sem grunnur fyrir ferðaþjónustu í framtíðinni |
 Sigurbjörg Árnadóttir hjá Bjálkanum ehf og Radgjevningsfirmaet Laura tóku saman forverkefnisskýrslu árið 2004 fyrir samgönguráðuneytið, Siglingastofnun Íslands og Húsfriðunarnefnd ríkisins. Í henni má finna tillögur varðandi kortlagningu á möguleikum þess að nota strandmenningu við þróun á gæðaferðaþjónustu og hvað sé hægt að gera til að koma á kerfisbundinni þróun í ferðaþjónustu, byggðri á strandmenningu Íslands. Aðalniðurstöður eru að Ísland á sér þróttmikla, en óskýra og lítt viðurkennda strandmenningu, að íslensk strandmenning er grunnur íslenskrar sögu og sjálfsvitundar, og að íslensk strandmenning hefur mátt til að þróast í gæðaferðaþjónustu.
Plokkfiskur - Íslensk strandmenning sem grunnur fyrir ferðaþjónustu í framtíðinni
|