Útgerð í Vestmannaeyjum á árunum 1899-1913 |
There are no translations available.
BA ritgerð Óðins Haraldssonar frá árinu 1995 fjallar um útgerð og aflabrögð í Vestmannaeyjum á árabilinu 1899-1913. Fjallað er um þróun útgerðarinnar frá því að hún samanstóð af árabátum og til þess tíma að hún vélvæddist. Einnig er vikið að upphaflegu fjármagni í vélbátaútveginum og leitað svara við því hvort kenningar Gerschenkrons um upprunalegt fjármagn passa við útgerðarsögu Vestmannaeyja. Þá er fjallað um aflabrögð og muninn á afkastagetu vél- og árabáta og hvaða áhrif aukinn afli hafði á þróun íbúafjölda í Vestmannaeyjum. Að lokum er skoðað hvaða þýðingu vélbátaflotinn hafði fyrir efnahag Vestmannaeyja.
Útgerð í Vestmannaeyjum á árunum 1899-1913
|