Vestfirsk fjölmenning: um menningarlega fjölbreytni í sjávarþorpum |
Grein eftir Unni Dís Skaptadóttur sem birtist í Ársriti sögufélags Ísfirðinga árið 2003 þar sem fjallað er um aukna fólksflutninga til Íslands og í sjávarbyggðir Íslands. Jafnframt eru hugtökin menning og fjölmenning tekin fyrir og þá sérstaklega í tengslum við fjölmenningarleg samfélög á Vestfjörðum. Í lokaorðum greinarinnar stendur m.a.: „Fjölmenningarstefna er eina færa leiðin í bættri sambúð og auknum skilningi en hún er vandmeðfarin og því mikilvægt að gagnrýnni umfjöllun sé viðhaldið og að við leyfum hvers kyns fjölbreytileika og samræður. Mikilvægt er að hafa í huga að fólk hefur mismikinn áhuga á að tilheyra ákveðnum þjóðernishóp og vill geta valið í hvaða siði það heldur og hverju það sleppir í nýju landi".
Vestfirsk fjölmenning: um menningarlega fjölbreytni í sjávarþorpum
|