Vinna kvenna á sjó: skýrsla um hlutverk og stöðu sjókvenna á Íslandi |
There are no translations available.
Helga Katrín Tryggvadóttir tók saman þessa skýrslu fyrir samgönguráðuneytið árið 2008. Markmiðið var að kanna fjölda þeirra kvenna sem sækja sjóinn á Íslandi, starfsaðstæður, upplifun af starfinu og viðhorfum samfélagsins. Hlutfall kvenna af sjómönnum hefur verið og er ekki í dag mjög hátt, en konur á Íslandi hafa þó stundað sjómennsku um aldir. Ekki virðist mikið um mismunun eða fordóma í garð kvenna hérlendis og skýringin á því hvers vegna konur stunda ekki sjómennsku í meira mæli mun einna helst vera að finna í menningarlegum normum fremur en ótta við fordóma. Vera kvenna á sjó hefur sýnt að starfið sé þeim ekki líkamlega ofviða en hins vegar megi segja að uppeldishlutverk kvenna séu að einhverju leyti hindrun í því að þær sæki sjóinn. „Skýringuna á fjarveru kvenna frá sjómennsku er ekki síst að finna í orðræðu samfélagsins um ólíka eiginleika kynjanna og mismunandi hlutverk þeirra".
Vinna kvenna á sjó: skýrsla um hlutverk og stöðu sjókvenna á Íslandi |
|
<< Start < Prev 1 2 3 Next > End >>
|
Page 3 of 3 |