Coping with social capital? The cultural economy of tourism in the north |
Grein eftir Gunnar Þór Jóhannesson, Unni Dís Skaptadóttur og Karl Benediktsson sem birtist í tímaritinu Sociologia Ruralis árið 2003. Fjallað er um aðlögunarhæfni jaðarsamfélaga í ljósi nútímavæðingar. Skoðuð eru hugtök er varða leiðir til bjargráða og nytsemi þeirra í því að öðlast betri skilning á tengslum menningar og efnahags í ferðamannaiðnaði jaðarsamfélaga á norðlægum slóðum. Byggt er á vettvangsrannsóknum á Ísafirði og í Öræfum, hvorutveggja svæði sem hafa þurft að takast á við og laga sig að breyttum aðstæðum sem að hluta má rekja til hnattvæðingar, en einnig til breyttrar stefnumörkunar í efnahagsmálum.
Coping with social capital? The cultural economy of tourism in the north |