Aðstæður erlends farandverkafólks |
Allt frá síðustu áratugum tuttugustu aldar hefur erlent farandverkafólk flykkst til landsins til að vinna í fiskiðnaði. Á síðari hluta síðustu aldar var aðbúnaður þess mjög slæmur og íslenskir atvinnurekendur gáfu hvorki rétta mynd af aðbúnaði né launum. Verkalýðshreyfingin sinnti ekki þessum nýbúum og tungumálaerfiðleikar gerðu það að verkum að samskipti við heimamenn voru lítil sem engin. Í greininni Aðstæður erlends farandverkafólks, sem birtist í Tímariti Máls og menningar 1980 lýsir Kay Leah aðstæðum farandverkafólks á Íslandi.
Aðstæður erlends farandverkafólks
|