Af ósýnilegum mönnum: sjómenn í bókmenntum |
 Rúnar Helgi Vignisson tók saman árið 2006 fyrir sjávarútvegsráðuneytið og talar um sjómenn í íslenskum bókmenntum, hlutverk og birtingarmyndir; að það megi segja að „í menningarlegum skilningi sé sjómaðurinn í þessu landi okkar, sem byggir að verulegu leyti á sjósókn, ekki annað en tilbúin ímynd, eins konar skáldskapur, sem þó kallast á við veruleikann á vissan hátt og er afrakstur hans." Um fjarveruna, bæði í veruleika og í bókmenntunum; til eru ýmsir sagnaþættir en lítið um skáldverk sem eiga sér stað úti á sjó. Fjallað er um ýmis verk, svo sem Þrautgóðir á raunastund eftir Steinar J. Lúðvíksson; Hafborgu eftir Njörð P. Njarðvík; og Með mannabein í maganum eftir Baldur Gunnarsson.
Af ósýnilegum mönnum: sjómenn í bókmenntum
|